Ef allt væri eðlilegt hefði dagleg opnun Gömlu Bókabúðarinnar hafist upp úr páskum og værum við nú þegar búin að taka við fyrstu skemmtiferðaskipum sumarsins og allt komið á fullt hjá okkur. Þess í stað er enn lokað hjá okkur og enginn ferðamaður á ferðinni. (Opnum 1. júní 2020)

Sumarið 2019 tókum við á móti tæplega 13,000 gestum í Gömlu Bókabúðinni, þar af um 4,500 gestir af skemmtiferðaskipum og annað eins af öðrum erlendum ferðamönnum. Íslenskir gestir verslunarinnar voru því aðeins um fjórðungur af þeim sem heimsóttu og versluðu við Gömlu Bókabúðina seinasta sumar.

Þar að auki versla erlendir gestir töluvert meira hjá okkur en þeir innlendu, svo að við sjáum fram á um 70-80% tekjusamdrátt í sumar, og ekki voru tekjurnar nú miklar fyrir.

Því höfum við boðið upp á þá nýjung í gegnum netverzlunina hjá okkur að það er hægt að styrkja verslunina um 10 Evrur, eða um 1,500 kr og fá að launum fallegt póstkort með mynd eftir verslunarstjóran. Póstkortið verður sent til þín með fallegri persónulegri kveðju og vax innsigli verslunarinnar ásamt íslensku frímerki.

Eins er hægt að kaupa póstkort til að senda vinum og vandamönnum. Þannig er hægt að nýta þetta líkt og skeyti, sem voru send hér áður fyrr við minnstu tilefni. Hægt er að panta póstkortið í netverzlun okkar hér á síðunni eða með því að hafa samband í netfangið jovinsson@gmail.com.

Við sendum um allan heim og er sama verð, hvort sem sent er innanlands eða til Afríku eða Suðurskautsins.

Fara í netverzlun Gömlu Bókabúðarinnar.


Fá sent póstkort frá elstu upprunalegu verslun Íslands

Hér er hægt að panta póstkort og greiða með greiðslukorti eða í gegnum paypal.

€10.00


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s