Þegar viðskiptavinum fækkar stórlega vegna Covid ferðatakmarkana gefst nægur tími til að dunda sér í öðru og skoða þær fjölmörgu bækur sem við höfum til sölu hjá okkur. Við vorum að hugsa um að nota dauðu stundirnar í sumar til að sýna ykkur nokkrar af þeim einstöku bókum sem við höfum til sölu hjá okkur á kílóverði. Mögulega fáið þið einnig að sjá eitthvað fleira skemmtilegt frá Gömlu Bókabúðinni á Flateyri. – En Best er samt alltaf að heimsækja verslunina, það jafnast ekkert á við það!