Ferðaþjónar á Flateyri hafa tekið sig saman og bjóða nú upp á daglega viðburði í allt sumar. Dagskráin byrjaði fyrir viku síðan og alls mættu rúmlega 60 gestir á viðburði vikunar, sem voru jafn fjölbreyttir og þeir voru margir. Á morgun mánudag heldur dagskráin svo áfram af fullum krafti.

Alla Mánudaga kl. 20:00 í sumar er boðið upp á harðfisk kynningu hjá Breiðadalsfiski í Breiðadal í samstarfi við Kaffi Sól. Þar eru gestir leiddir um leyndardómana á bakvið framleiðslu á besta harðfiski Íslands og auðvitað fylgir harðfisksmakk með ásamt óvæntum glaðningi. Verð fyrir fullorðna er 2,000 kr en 1,000 kr fyrir börn.

Alla Þriðjudaga kl. 20:00 í sumar verður boðið upp á leiðsögn um Gömlu Bókabúðina á Flateyri þar sem þú getur fræðst um elstu upprunalegu verslun Íslands og fengist að kynnast fjölskyldunni í gegnum langafason stofnanda verslunarinnar. Hvernig tengjast Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, Matthías Jochumsson og fyrsti sjúklingurinn sem var lagður inn á Klepp sögu Gömlu Bókabúðarinnar á Flateyri? Þeim spurningum og fleirum verður svarað öll þriðjudagskvöld í sumar. Aðgangur er ókeypis.

Alla Miðvikudaga kl. 20:00 í sumar mun björgunarsveitarmaður sem tók þátt í björgunaraðgerðum í snjóflóðinu 1995 eða í janúar 2020 leiða fólk um þorpið í snjóflóðagöngu þar sem verður farið yfir atburðina, björgun, sigra og sorgir. Áhrifarík en um leið fróðleg ganga um mannskæðustu nátttúruhamfarir Íslands. – Gangan hefst fyrir framan Bókabúðina á Flateyri og kostar 2,000 kr fyrir fullorðna.

Alla Fimmtudaga kl. 20:00 í sumar mun skákmaðurinn Siggi Habb draga fram taflborð sín á Bryggjukaffi og tefla við heimamenn og aðra gesti. Sagt er að menn hafi ekki komið til Flateyrar nema að hafa tekið í eina skák við Sigga Habb. Hér eru allir velkomnir, jafnt byrjendur og stórmeistarar. Auðvitað verður líka heitt á könnunni og fiskisúpan er á sínu stað. Þátttaka er ókeypis.

Alla Föstudaga kl. 20:00 í sumar verður slegið upp BarSvari á Vagninum þar sem heimamenn skora á aðkomufólk í skemmtilegum spurningaleik. Kaldur á krana og hið margrómaða eldhús Vagnsins er að sjálfsögðu opið. Þátttaka er ókeypis.

Alla Laugardaga kl. 20:00 í sumar munu listamenn stíga á hið sögufræga svið Vagnsins. Það er varla til sá listamaður sem ekki hefur sungið lag, flutt ljóð eða farið með gjörning eða gamanmál á þessum sögufræga skemmtistað. Von er á lifandi tónlist og allskonar fjöri á Vagninum í allt sumar. Stundum kostar inn, en oftast verður þó aðgangur ókeypis.

Alla Sunnudaga kl. 15:00 í sumar verður boðið upp á önfirskan ljóðlestur í Gömlu Bókabúðinni. Þar fá gestir að kynnast ljóðum um Önundarfjörðinn eða ljóð frá héraðsskáldunum, sem voru ýmist þekkt fyrir að þéra kindurnar sínar eða semja háðvísur um nágrannan. Það verður heitt á könnunni og aðgangur er ókeypis.

Allar frekari upplýsingar um Fjör á Flateyri verkefnið og aðrar ganglegar upplýsingar fyrir ferðafólk á Flateyri má nálgast á www.VisitFlateyri.is – Sjáumst á Flateyri í sumar!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s