Vestfirðirnir eru paradís fyrir börn, fallegar strendur og fjölbreytt dýralíf hvert sem þú lítur og ávallt stutt í næstu sundlaug eða náttúrulaug. Þess fyrir utan er að finna magvíslega afþreyingu víðsvegar um Vestfirðina.

Ef við skoðum það sem er í boði og förum hringinn væri mitt fyrsta stopp á Sauðfjársetrinu á Ströndum þar sem börnin geta hlaupið um með heimalingunum á meðan þú getur slakað á og nært þig á þjóðlegum réttum kaffihússins.

Næsta stopp er Ævintýradalurinn Heydalur, en þar má finna vinaleg dýr af öllum tegundum, hægt að fara á hestbak, í veiði, á kayak eða henda sér ofan í náttúrulaugar eða suðræna innilaug.

Þegar Ísafjarðardjúpið er keyrt má oft sjá hvali á leik við veginn og upplagt að hafa börnin á útkíki fyrir þeim. Þar er einnig að finna selalátur við Hvítanes sem er staðsett á milli Hestfjarðar og Skötufjarðar. Þar má oft sjá tugi ef ekki hundruði seli að baða sig í sólinni.

Raggagaður í Súðavík er fjölskyldustaður Vestfjarða og algjört skyldustopp fyrir börnin, en þar er að finna einn glæsilegast leikvöll landsins sem Bogga í Súðavík hefur byggt upp af miklum myndarskap til minngar um son sinn sem lést í bílslysi. Í Súðavík er einnig að finna Melrakkasetrið þar sem börnin geta heilsað upp á Rebba, einkennisdýr Vestfjarða.

Í Bolungarvík er skemmtilegt náttúrugripasafn þar sem má sjá eitt stærsta fuglasafn Íslands, kynnast Krumma ásamt því að kíkja á Ísbjörninn sem bolvískir sjómenn komu með á land fyrir nokkrum árum. Í Bolungarvík er einnig skemmtileg sundlaug með góðu útisvæði, heitum pottum og rennibrautum.

Í Gömlu Bókabúðinni á Flateyri eru barnbækur, sem og allar aðrar bækur seldar eftir vigt sem börnin hafa gaman að því að vigta á gamalli vog, en það þarf töluverða lagni við að finna réttu lóðin til að allt gangi upp. Kjörinn staður til að finna nýja bók eða gömul hasablöð til að hafa í bílnum á ferðalaginu. Innar í Önundarfirði er svo að finna Holtssand og Holtsbryggju sem er líkegast ein skemmtilegasta sólarstrandaströnd Íslands. – Það nennir enginn í Nauthólfsvík eftir að hafa eytt sólríkum degi við Holtsbryggju.

Áður en haldið er í Dýrafjörðinn er upplagt að vera búin að gera nestiskörfuna klára, til að fara í alvöru lautarferð í Skrúð, fyrsta skrúðgarð Íslands. – Garðinn sem allir aðrir skrúðgarðar landsins heita í höfuðið á. – Það er einfaldlega ekkert sem toppar Skrúð á fallegum degi með heitt kakó og kruðerí.

Áfram liggur leiðin um fegurð Vestfjarða, upp og niður magnaða fjallvegi með útsýni í allar áttir og fossa niður allar hlíðar. Loks komið þið að Bíldudal sem er heimili hins ógurlega skrímslaseturs. Það er eitthvað sem engin börn meiga missa af, en þar er virkilega glæsileg og skemmtileg sýning um skrímslin í Arnarfirði.

Fyrir utan þá áfangastaði sem ég hef talið upp hér að ofan er allstaðar hægt að komast í návigi við náttúru og dýralíf, alltaf stutt í næstu fjöru og ný ævintýri. Í þessari upptalningu hef ég lítið fjallað um góða veitingastaði eða aðrar náttúruperlur sem munu verða á vegi ykkar. Það má nálgast góða og ítarlegri ferðalýsingu um Vestfirðina í færslunni Fimm daga ferðalag um Vestfirði, en þar fjallaði ég lítið um litla fólkið og hvað sé gaman að gera með þeim á Vestfjörðum. – Úr því hefur nú verið bætt, þótt ég sé alveg örugglega að gleyma einhverjum skemmtilegum og barnvænum stöðum á Vestfjörðum, enda af nægu að taka.

Myndirnar voru allar fengnar að láni frá þeim ferðaþjónum sem ég minnist á í færslunni.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s