Það borgar sig að stefna á það að vera mætt til Flateyrar fyrir kl. 20:00 um kvöldið, þá er hægt að ná einum af þeim daglegu viðburðum sem Flateyringar bjóða upp á í sumar. Að viðburði loknum er hægt að koma sér fyrir á góðu gistiheimili, tjalda í skjólsælum trjálundi eða slappa af í heitum potti upp á hóteli eða í lúxusíbúð.

Eftir góðan nætursvefn er upplagt að taka góða morgungöngu, hvort sem það er út á Klofning, sem er magnaður klettur sem er klofinn í tvennt og gengur í sjófram eða að rölta hring um snjóflóðavarnirnar, sem gefur ykkur frábært útsýni yfir bæði Flateyri og allan fjörðinn eins og hann leggur sig, en það er leitun að jafn fallegum fjallarhing og í Önundarfirði.

Eftir göngutúrinn er upplagt að hressa sig við með yndislegu fiskisúpunni hennar Tobbu á Bryggjukaffi, en það er fátt sem toppar hana, nema ef ske kynni að vera ostakakan hennar sem fullkomnar hverja máltíð. Eftir að líkaminn hefur verið endurnærður með fisk úr firðinum er komið að því að næra sálina með því að kíkja í elstu upprunalegu verslun Íslands, hina sögufrægu Gömlu Bókabúð, þar sem bækur eru seldar eftir vigt.

Í Gömlu Bókabúðinni er líka hægt að ferðast aftur í tíman með því að heimsækja kaupmannsíbúðina, sem hefur staðið nánast óbreytt í 70 ár, eða síðan kaupmaðurinn Jón Eyjólfsson lést, árið 1950. Ekkert heimili á Íslandi hefur varðveist jafn vel frá fyrri hluta seinustu aldar og kaupmannsíbúðin í Gömlu Bókabúðinni.

Eftir bóka- (og súkkulaði) kaupin er kominn tími til að taka saman sundfötin og skella sér inn í Holt, sem er sólarströnd okkar vestfirðinga. Á leiðinni er upplagt að koma við hjá strompinum, sem hefur staðið þar teinréttur í rúma öld. Aðeins innar í firðinum er einnig Neðri Breiðadalur, en þar má kaupa þann besta harfisk sem framleiddur er á Íslandi.

Inn í Holti eru hvítar sandstrendur svo langt sem augað eygir, og glæsileg trébryggjan teygir sig langt út í sægrænan sjóinn. Eftir sjávarbusl og sólbað fer hungrið að segja til sín og þá er tvennt í stöðunni, annaðhvort að fara með Sigga Habb á sjóstöng og veiða eitthvað á grillið eða gæða sér á gómsætum hamborgurum og pizzum í Gunnukaffi.

Svo um kvöldið er upplagt að mæta á annan daglegan viðburð á Flateyri. Þá er eitthvað annað í boði en kvöldið áður, en þetta getur verið allt frá harðfiskkynningu til snjóflóðagöngu eða spurningakeppni á Vagninum.

Að lokum verður dagurinn fullkomnaður með blóðrauðri miðnætursól á Flateyri. Það þarf neflilega að hafa það í huga, þegar næturstaður er valinn á Vestfjörðum að kvölsólinni er misskipt á milli bæjarkjarna, og þar hefur Flateyri vinningin, þar sem sólin sest í fjarðarkjaftinum og engin fjöll sem skygga á kvöldsólina. – Bara glampandi sól frá morgni fram yfir miðnætti.

Það er einfaldlega ekkert sem toppar kvöldin á Flateyri, að ganga inn í sólarlagið, sigla á kayak eða bara taka með sér rauðvín og osta í fjöruna, slaka á og láta lognið leika við sig á meðan aftansól gullroða sveipar um jörð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s