Saga Íslands er samofin snjóflóðum, sem eru mannskæðustu náttúruhamfarir landsins, en alls hafa um 700 manns látist í snjóflóðum á Íslandi, svo vitað sé. Þar af hafa 37 einstaklingar farist í snjóflóðum á Flateyri og í Önundarfirði. Snjóflóðasaga Flateyrar er þó ekki aðeins sorgarsaga heldur er hún einnig uppfull af björgunarafrekum og sigrum.

Flateyringar hafa boðið upp á daglega viðburði á Flateyri í allt sumar, sem hafa verið mjög vel sóttir. Meðal þeirra viðburða sem er boðið upp á í sumar eru snjóflóðagöngur um Flateyri, þar sem björgunarsveitarmenn ganga með fólk um Flateyri og fara yfir bæði snjóflóðið árið 1995 og snjóflóðin nú í vetur. Þannig gefst fólki einstakt tækfæri til að fræðast um snjóflóðin og björgunaraðgerðir frá fyrstu hendi.

Í göngunni fá gestir hennar að sjá áður óséðar ljósmyndir frá snjóflóðinu í janúar, þar sem hægt er að horfa í gegnum ljósmyndirnar á glærum plötum, sem setur ykkur í spor björgunarsveitarmannsins þegar hann tók myndirnar af atburðum og björgunaraðgerðum.

Snjóflóðagangan er farin öll miðvikudagskvöld kl. 20:00 í sumar og hefst gangan fyrir framan Gömlu Bókabúðina á Flateyri. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund og hentar öllum. Göngutollur er 2,000kr fyrir 16 ára og eldri.

Þá er einnig hægt að panta gönguna á öðrum tímum fyrir stóra sem smáa hópa í síma 8400600 eða í netfanginu jovinsson@gmail.com

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s