Allar árstíðir Önundarfjarðar hafa sína sérstöðu og sjarma. Fallegir vetrardagar á Flateyri eru frábærir, Allt hvítt frá fjöru og upp á fjallstinda sem er ævintýraheimur fyrir skíða- og brettafólk og dásamlegur leikvöllur fyrir snjósleða. Dagarnir eru kannski stuttir en á móti verða stjörnuprýddar norðurljósanæturnar lengri.

Á vorin lifnar svo náttúran við. Sólin bræðir klakabrynjuna af nýjum græðlingum og fjörðurinn fyllist af fuglum í tilhugalífi áður en ungviðurinn skríður úr hreiðrum sínum.

Sumrin iða svo af lífi á Flateyri, þar sem sólin kemur upp um miðjar nætur og hefur varla fyrir því að setjast aftur næstu nótt, á meðan sitja heimamenn og sumarfuglar á kaffihúsum og ölstofum bæjarins á milli þess sem þeir næla sér í kíló af bókum, eða fisk í soðið á gömlum trébátum og kayakum.

Þrátt fyrir allt ofantalið er einfaldlega ekkert sem toppar haustið á Flateyri. Fallegt blóðrautt ágústkvöld með aðalbláber, sykur og rjóma í skál upp á Kambi. Önundarfjörðurinn liggur neflilega þannig að í ágúst, þá sest sólin í fjarðarkjaftinn og málar nýtt málverk fyrir okkur kvöld eftir kvöld, þar sem allir þeir rauðustu litir sem fyrirfinnast á litakortinu eru dregnir fram, litir sem flestir flateyringar hafa reynt að fanga á síma sína og myndavélar, en tekst þó sjaldnast, enda upplifunin alltaf margfallt sterkari á staðnum en í gegnum rafboð snertiskjáa.

Ekki nóg með að sólin liti himinn og haf rautt heldur færast haustlitirnir líka yfir gróður og land, þar sem runnar og berjaling fara að taka á sig rauða haustliti til merkis um það að nú sé kominn tími til að nýta þessa undaðslegu matarkistu sem fjörðurinn er. Þar sem ekki er þverfótað fyrir berjum, sveppum, blóðbergi og öðrum nytjajurtum sem vaxa villt um allan fjörð. Krækiber, Bláber, Aðalbláber og Aðalber, hvert sem litið er. Þvílíkur unaður og forréttindi.

Haustið er minn tími: Að sigla út í spegillslétt og blóðrautt sólarlag á kayak með berjabláa fingur og tungu er lífið. – Ef þig langar að deila þessari mögnuðu árstíð með okkur á Flateyri er hægt að finna fullt af flottum gistimöguleikum inn á www.VisitFlateyri.is

Myndirnar í færslunni tóku þeir Arjan og Eyþór.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s