Verslunarsjórinn hefur lengi langað til að prófa að týna villta matsveppi, sem er svo mikið um á Vestfjörðum, en hefur aldrei almennilega þorað því. En eftir að hafa legið aðeins yfir Sveppahandbókinni sem er til sölu hjá Gömlu Bókabúðinni ákvað ég að slá til og skella mér í sveppamó, þegar ég var á ferð um Vestfirðina seinasta mánudag. Ég hafði kynnt mér að það er enginn pípusveppur á Íslandi eitraður svo ég hélt mér mest við að týna þá. Þegar heim var komið tók ég til við að snyrta sveppina og flokka eftir því sem ég hafði list á að borða á meðan aðrir fengu að fjúka í ruslið. – Úr varð þetta fyrirtaks sveppapasta!

Það var svo í morgun, þegar ég leit út um gluggan á kontornum að ég sá, að ég hélt, fótbolta í Bókabúðargarðinum, sem hafði sjálfsagt verið sparkað þangað úr næsta garði. Þegar betur var að gáð var þó ekki um fótbolta að ræða heldur var þetta stærðarinnar sveppur. – Sá allra stærsti sem ég hef nokkurntíman séð.

Ég náði mér í Sveppahandbókina til að athuga hvaða ferlíki þetta væri og samkvæmt bókinni er þetta svokölluð Jötungíma, sem er stærsta sveppategund heims og er afar fátíð á Íslandi. Hún er svo fátíð að aðeins er vitað um 15 aðrar skráðar staðsetningar á Íslandi þar sem hún hefur fundist og er því Gamli Bókabúðargarðuinn sá sextándi sem vitað er um á öllu Íslandi.

Ég ákvað að taka Jötungímuna upp núna, þrátt fyrir forvitni um það hversu stór hún gæti orðið. En þar sem hún er bragðbest ný og verður óæt þegar hún dökknar var hún tekin inn í mælingu. Auðvitað var notast við gömlu Bókabúðarvogina og reyndist sveppurinn vera 1,55 kg. og ummál hans heilir 72cm.

Þá var bara næst á dagskrá að smakka á þessum stærðarsveppi sem fær góða bragðdóma í Sveppahandbók Bjarna, eða tvær stjörnur af þremur mögulegum. Fyrsta tilraun var að steikja sveppinn eins og steik á pönnu, upp úr olíu og smjöri ásamt smá salti og pipar. Öllu umstangi haldið í lágmarki til að hámarka bragð sveppsins. Sveppurinn smakkaðist líka svona ljómandi vel og það verður spennandi að prófa nýja uppskrif á morgun, ásamt því að reyna að vinna hann þannig að hann geymist og nýtist mér í matreiðslu út veturinn.

Það er ótrúlegt hvernig hlutirnir elta mann, ekki grunaði mig það þegar ég fór í mína fyrstu sveppamó í vikunni að nokkrum dögum síðar myndi ég finna einn sjaldgæfasta og stærsta svepp Íslands í bakgarðinum hjá mér. – Bókstaflega.

Nú er bara um að gera að fjárfesta í sveppahandbók og fara í sveppaleit, bragðbetra áhugamál er varla til og nú er heldur betur rétti tíminn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s