Ókeypis heimsending með póstinum þegar verzlað er fyrir meira en 20,000 kr

Snjóflóðaganga um Flateyri
Snjóflóðaganga um Flateyri
Snjóflóðaganga um Flateyri
  • Load image into Gallery viewer, Snjóflóðaganga um Flateyri
  • Load image into Gallery viewer, Snjóflóðaganga um Flateyri
  • Load image into Gallery viewer, Snjóflóðaganga um Flateyri

Snjóflóðaganga um Flateyri

Regular price
2.000 kr
Sale price
2.000 kr
Regular price
Uppselt!
Unit price
per 
Með vsk.

Björgunarsveitarmaður sem tók þátt í aðgerðum í snjóflóðinu á Flateyri 2020 segir frá framvindu og björgunaraðgerðum ásamt því að fara yfir snjóflóðasögu Flateyrar og upplifuna hans af snjóflóðinu árið 1995 sem krakki. Fróðleg, áhrifarík og persónuleg ganga um magnaðar náttúruhamfarir og hvernig það er að lifa við snjóglóðaógn.

Gangan byrjar fyrir framan Gömlu Bókabúðina alla sunnudaga klukkan 20:00, sumarið 2021 tekur um tvo klukkutíma og hentar öllum.

Það er hægt að velja úr nokkrum dagsetningum og panta í gegnum vefverslunina eða hafa samband í síma 8400600 eða netfangið jovinsson@gmail.com til að fá leiðsögn á öðrum tíma eða panta fyrir hópinn þinn.

"Snjóflóðagangan á Flateyri er hreint út sagt mögnuð upplifun! Björgunarsveitamaður sem var 10 ára þegar flóðið féll 1995 og var með fyrstu mönnum á vettvang í flóðunum núna í janúar 2020, leiðir gönguna og gerir það stórkostlega! Það er ótrúlegt að ganga um svæðið þar sem þessar hamfarir áttu sér stað. Frásögnin er svo mannleg og ástandið í þorpinu verður svo áþreifanlegt þegar maður heyrir söguna svona frá fyrstu hendi! Þessu mæli ég 100% með fyrir alla"Tryggvi Rafnsson