Ókeypis heimsending ef verslað er fyrir meira en 20,000 kr.

Sundkýrin Sæunn (Íslenska)

Sundkýrin Sæunn (Íslenska)

Venjulegt verð
3.900 kr
Söluverð
3.900 kr
Venjulegt verð
Uppselt!
Einingaverð
per 
Með vsk.

Það var haustdag einn árið 1987, þegar það átti að leiða kú til slátrunar á Flateyri, sem þessi sannsögulega barnabók gerist. En kýrin var ekki á þeim buxunum að ljúka sinni jarvist, hún fann á sér að eitthvað ógnvænlegt væri að gerast, sleit sig lausa og stakk sér til sunds. Á flóttanum synti hún nokkra kílómetra yfir Önundarfjörðinn og hlaut heimsathygli fyrir og hélt lífi sínu.

Þessari stórmerkilegu og ótrúlegu sögu af sundkúnni Sæunni hefur nú verið komið fyrir á barnabók. Söguna skráir Eyþór Jóvinsson bóksali á Flateyri og bókina prýðir fjöldi afar glæsilegra litmynda eftir Freydísi Kristjánsdóttur sem gæðir söguna lífi.

Bókin hlaut barnabókaverðlaun Reykjavíkur árið 2021