Barnabókin um sundafrek Sæunnar komin út!

Í dag var útgáfu bókarinnar um Sundkýrina Sæunni fagnað með fjölmenni í Gömlu Bókabúðinni á Flateyri. Nú er loksins þessi magnaða sanna saga um Sæunni komin á prent, þar sem hún flúði örlög sín með sundi yfir Önundarfjörðinn, þegar það átti að leiða hana til slátrunar. Var helstu persónum sögunar gefin fyrstu eintök bókarinnar við…

Stærsta sveppategund heims fannst í garði Gömlu Bókabúðarinnar á Flateyri.

Verslunarsjórinn hefur lengi langað til að prófa að týna villta matsveppi, sem er svo mikið um á Vestfjörðum, en hefur aldrei almennilega þorað því. En eftir að hafa legið aðeins yfir Sveppahandbókinni sem er til sölu hjá Gömlu Bókabúðinni ákvað ég að slá til og skella mér í sveppamó, þegar ég var á ferð um…

Blóðrautt sólarlag og berjablá tunga í Önundarfirði.

Allar árstíðir Önundarfjarðar hafa sína sérstöðu og sjarma. Fallegir vetrardagar á Flateyri eru frábærir, Allt hvítt frá fjöru og upp á fjallstinda sem er ævintýraheimur fyrir skíða- og brettafólk og dásamlegur leikvöllur fyrir snjósleða. Dagarnir eru kannski stuttir en á móti verða stjörnuprýddar norðurljósanæturnar lengri. Á vorin lifnar svo náttúran við. Sólin bræðir klakabrynjuna af…

Stórbrotin náttúra Svalvoga

Nú þegar allar bjartsýnisvonir um notalega haustferð til útlanda eru foknar út í Covid-rokið er tilvalið að taka landakortið upp á ný og reyna að finna mestu útnára og kjálka landsins, þar sem maður getur notið þess að vera einn í stórbrotinni náttúru, ekki með áhyggjur af neinu, hvorki af tveggja metra reglu eða fjöldatakmörkunum.…

Snjóflóðaganga um Flateyri

Saga Íslands er samofin snjóflóðum, sem eru mannskæðustu náttúruhamfarir landsins, en alls hafa um 700 manns látist í snjóflóðum á Íslandi, svo vitað sé. Þar af hafa 37 einstaklingar farist í snjóflóðum á Flateyri og í Önundarfirði. Snjóflóðasaga Flateyrar er þó ekki aðeins sorgarsaga heldur er hún einnig uppfull af björgunarafrekum og sigrum. Flateyringar hafa…

Fullkominn dagur á Flateyri!

Það borgar sig að stefna á það að vera mætt til Flateyrar fyrir kl. 20:00 um kvöldið, þá er hægt að ná einum af þeim daglegu viðburðum sem Flateyringar bjóða upp á í sumar. Að viðburði loknum er hægt að koma sér fyrir á góðu gistiheimili, tjalda í skjólsælum trjálundi eða slappa af í heitum…

Barnvænir Vestfirðir

Vestfirðirnir eru paradís fyrir börn, fallegar strendur og fjölbreytt dýralíf hvert sem þú lítur og ávallt stutt í næstu sundlaug eða náttúrulaug. Þess fyrir utan er að finna magvíslega afþreyingu víðsvegar um Vestfirðina. Ef við skoðum það sem er í boði og förum hringinn væri mitt fyrsta stopp á Sauðfjársetrinu á Ströndum þar sem börnin…

Fjör á Flateyri!

Ferðaþjónar á Flateyri hafa tekið sig saman og bjóða nú upp á daglega viðburði í allt sumar. Dagskráin byrjaði fyrir viku síðan og alls mættu rúmlega 60 gestir á viðburði vikunar, sem voru jafn fjölbreyttir og þeir voru margir. Á morgun mánudag heldur dagskráin svo áfram af fullum krafti. Alla Mánudaga kl. 20:00 í sumar…

Handbók fyrir búðarfólk

Þegar viðskiptavinum fækkar stórlega vegna Covid ferðatakmarkana gefst nægur tími til að dunda sér í öðru og skoða þær fjölmörgu bækur sem við höfum til sölu hjá okkur. Við vorum að hugsa um að nota dauðu stundirnar í sumar til að sýna ykkur nokkrar af þeim einstöku bókum sem við höfum til sölu hjá okkur…

Stofutónleikar og Sögusýning

Undanfarna daga hefur Gamla Bókabúðin á Flateyri staðið fyrir tveimur skemmtilegum viðburðum á Flateyri. Á laugardaginn kom rithöfundurinn Auður Jónsdóttir til Flateyrar og var með sýningu sína, Auður og Auður, sem hún byggir á bók sinni Ósjálfrátt, sem gerist að miklum hluta á Flateyri þegar Auður bjó þar og vann í fiski. Var sýningin því…

Fimm daga ferðalag um Vestfirði

Undanfarin ár hefur verslunarstjóri Bókabúðarinnar farið nokkra hringi um Vestfirðina að dreifa Vestfjarðarkorti sem hann gefur út árlega. Hann… já, eða ég, ákvað að setja niður á blað mína uppáhalds staði á Vestfjörðunum, þar sem ég nýt þess að slaka á, borða góðan mat, flakka á milli náttúrulauga og njóta stórkostlegrar náttúru Vestfjarða. Það væri…

Bóksala í 100 ár!

Bókaverzlun Jóns Eyjólfssonar var stofnuð þann 25. maí 1920 og fagnar því aldar afmæli í dag. Bókaverzlunin var í raun sjálfstæð verslun á sér kennitölu sem var rekin samhliða Versluninni Bræðurnir Eyjólfsson sem var stofnuð nokkrum árum fyrr og saman mynda þessar verslanir Gömlu Bókabúðina, eins og við þekkjum hana í dag. Hér fyrir neðan…

Skemmtileg leið til að styrkja Gömlu Bókabúðina!

Ef allt væri eðlilegt hefði dagleg opnun Gömlu Bókabúðarinnar hafist upp úr páskum og værum við nú þegar búin að taka við fyrstu skemmtiferðaskipum sumarsins og allt komið á fullt hjá okkur. Þess í stað er enn lokað hjá okkur og enginn ferðamaður á ferðinni. (Opnum 1. júní 2020) Sumarið 2019 tókum við á móti…

Ný teikning af Bókabúðinni

Hún Marta Sif hjá martasif.com teiknaði þessa skemmtilegu mynd af Gömlu Bókabúðinni. Myndin verður nýtt til að setja á stílabækur og aðra muni sem verða til sölu hjá okkur í sumar. Marta hafði áður teiknað fyrir okkur götumynd Hafnarstrætis sem hefur verið þrykkt á bókamerki sem eru komin í sölu hjá okkur.

Ný íslensk vefsíða

Hingað til höfum við ekki lagt áherslu á markaðsefni á Íslensku. En nú, þegar ljóst er að erlendir ferðamenn verða engir var upplagt að nota tíman til að setja upp vefsíðu fyrir verslunina á Íslensku, svo landsmenn geti nálgast upplýsingar um verslunina á sínu ástkæra, ylhýra.

Looking back at the year 2019

Last year was a good year for the old bookstore that was running its 105th year! The Store was open for 156 days last year and we had 12,280 visitors. That is an average of 79 visitors a day. Thous visitors bought all in all 5,700 kg of books, almost 500gr of books per visitors…

Better late than never

This is Bernharður Guðmundsson, he droped by at the Old bookstore to day. His grandfather was a farmer in Önundarfjörður and was a regular customer in the Bookstore back in the days. While looking up his grandfather purchase history, we found out that in the year 1919, he owed the Bookstore 1,500kr. His grandson decided…

10,000 visitors this summer

And the summer isn´t even over yet! Little did Anton and Tiffany know when they bought a copy of the Ielandic Sagas, but doing so, they became our 10,000 customers this summer! Thank you all for stopping by this summer!

Busy summer!

Yes, we are still alive. The summer has been great so far, awesome weather and many great people have stopped by at our store this summer. We have been so busy that we haven´t had any time to update our website, even though the plan was to put up some news every week! John Rogers…

Freshen up for the summer

We have been using the good weather in the beginning of the summer to do some paint job on the Bookstore. Now the windows are finally back to the original color, dark red. In the attic we found old paint bucket and could therefore choose the right original color this time, but the Bookstore was…

New Website

Finally our website is up and running. The Old Bookstore in Flateyri has been in business since 1914, so we think it is about time to publish our first website in the year 2019!


Vertu áskrifandi að fréttum af Gömlu Bókabúðinni