Ókeypis heimsending ef verslað er fyrir meira en 20,000 kr.

Blackwing 602 blýantar, 12 stk.
Blackwing 602 blýantar, 12 stk.
Blackwing 602 blýantar, 12 stk.
  • Hlaða mynd inn í gallerískoðara, Blackwing 602 blýantar, 12 stk.
  • Hlaða mynd inn í gallerískoðara, Blackwing 602 blýantar, 12 stk.
  • Hlaða mynd inn í gallerískoðara, Blackwing 602 blýantar, 12 stk.

Blackwing 602 blýantar, 12 stk.

Venjulegt verð
4.200 kr
Söluverð
4.200 kr
Venjulegt verð
Uppselt!
Einingaverð
per 
Með vsk.

Blackwing 602 er án efa einn þekktasti og besti blýantur sem hefur verið framleiddur í heiminum. Hann hefur verið uppáhald margra fremstu rithöfunda, handritshöfunda og tónskálda heims. Þá hafa fjöldi þekktra teiknimyndafígúra verið skapaðar og gefið líf með Blackwing 602, svo ekki sé talað um allar þær byggingar sem hafa verið hannaðar með þessum magnaða blýanti sem arkitektar elska.

Blýanturinn var fyrst framleiddur árið 1932 og var í framleiðslu allt til ársins 1998, þegar framleiðslu hans var hætt. Hann var þó áfram eftirsóttur meðal þeirra sem þekktu til hans og seldust stakir blýantar vanalega á ebay á yfir 5,000 kr. Það var svo árið 2008 sem þessir blýantar fóru aftur í framleiðslu, aðdáendum til ómældrar gleði.

En hvað er það sem gerir Blackwing 602 svona sérstakana? Afhverju notaði John Steinbeck stundum yfir hundrað Blackwing 602 blýanta á dag? - Slagorðið þeirra á árum áður var: "Half the pressure, twice the speed" sem lýsir eiginleikum blýantsins mjög vel og er ástæða þess hve margir elska þessa blýanta.

Blackwing 602 er mjúkur og dökkur blýantur sem heldur oddi sínum vel. Hann hentar því frábærlega til skriftar og til að teikna.

Blackwing 602 er seldur í 12 blýanta setti sem kemur í fallegum kassa og nýtist einnig sem pennaveski.