Komið vestur í verslunarferð og blekpennakynningu í Gömlu Bókabúðinni á Flateyri. Svo gistir hópurinn saman í Kaupmannsíbúðinni á Flateyri og á saman ógleymalegt ferðalag.
Hópurinn fær einka blekpennakynningu og viskí á laugardagskvöldinu í Gömlu Bókabúðinni á Flateyri þar sem Eyþór kynnir einstakt vöruúrval blekpenna og fylgihluta. Gamla Bókabúðin selur blekpenna frá Kaweco, Sailor og Conway Stewart, sem eru allt framleiðendur sem hafa framleitt blekpenna í meira en hundrað ár.
Eyþór mun kynna mismunandi penna, odda, blek og pappír og hjálpa þér að finna það sem hentar þér og þínum sem best. En fyrst og fremst á þetta að vera skemmtilegt og tækifæri til að kynnast gleymdum blekpennaheimi.
Með einka blekpennakynningunni verður boðið upp á viskí og verslun Gömlu Bókabúðarinnar verður opin, þar sem er að finna frábært úrval af vönduðum vörum frá framleiðendum sem eiga það flestir sameiginlegt að hafa starfað lengur en í hundra ár og fást hvergi annarstaðar á Íslandi. - Fullkomið fyrir jólagjafainnkaupin.
Skemmtileg dagsferð og næturgisting fyrir vina- eða vinnuhópinn, saumaklúbbinn, fjölskylduna eða aðra skemmtilega hópa sem vilja hafa gaman saman, fá sér viskí og kynnast frábærum blekpennum.
GISTIHEIMILIÐ:
Kaupmannsíbúðin í Gömlu Bókabúðinni er einstök íbúð sem inniheldur þrjú tveggja manna herbergi sem eru með tvíbreiðum rúmum. Íbúðin er rúmgóð, með fullbúnu eldhúsi og tveimur baðherbergjum.
HVAÐ ER INNIFALIÐ:
Verð fyrir hópinn er 60.000 kr og innifalið er gisting fyrir allt að sex manns í eina nótt, morgunmatur, blekpennakynning og viskí. Að auki fær hópurinn 30.000 kr gjafabréf sem er hægt að nota í versluninni á meðan þið dveljið þar.
HVERNIG BÓKA ÉG FYRIR HÓPINN MINN:
Alls geta sex einstaklingar gist í Kaupmannsíbúðinni, verðið er fast 60.000 kr þótt gestir séu færri. - Til að panta blekpennakynningu og gistingu er viðeignadi dagsetning valin og greitt fyrir með korti.
FREKARI UPPLÝSINGAR:
Til að fá frekari upplýsingar eða óskir um aðrar dag- og tímasetningar en þær sem er boðið upp á hér er best að hafa samband við Eyþór í síma 840-0600 eða netfanginu jovinsson@gmail.com