
Vandaður gjafapakki frá Gömlu Bókabúðinni sem er gaman að gefa og enn skemmtilegra að opna. - Einföld og þægileg lausn þegar gefa á gjöf.
Gjafapakkinn inniheldur konfektkassa frá Sætt og salt og bókina Bréfin hennar mömmu, árituð af Ólafi Ragnari Grímssyni og stimpluð af Gömlu Bókabúðinni - Mjög takmarkað magn í boði.
Gjafapakkinn er 22x22x14cm að stærð og inniheldur vörurnar ásamt pappírskrullum, vörunum er pakkað inn í silkipappír og pakkinn svo hnýttur með snærisspotta sem er innsiglaður með fallegu vaxi sem er merkt Gömlu Bókabúðinni á Flateyri.
Í pakkanum leynist jafnframt kort frá Gömlu Bókabúðinni sem gefur afslátt á vefverslun okkar og þrír pakkar fyrir jólin 2022 munu innihalda óvænta 15,000 kr gjafabréf í Gömlu Bókabúðinni.
Innpökkun gæti verið önnur en sést á myndinni, en vörurnar verða alltaf amk. pakkaðar inn í silkipappír og settar í kassa eða gjafapappír, vafið inn með snæri og innsiglað af Gömlu Bókabúðinni.