Ókeypis heimsending með póstinum þegar verzlað er fyrir meira en 20,000 kr

Pelikan Souverän M400 blekpenni - Rauður & svartur.
Pelikan Souverän M400 blekpenni - Rauður & svartur.
  • Load image into Gallery viewer, Pelikan Souverän M400 blekpenni - Rauður & svartur.
  • Load image into Gallery viewer, Pelikan Souverän M400 blekpenni - Rauður & svartur.

Pelikan Souverän M400 blekpenni - Rauður & svartur.

Regular price
39.900 kr
Sale price
39.900 kr
Regular price
Uppselt!
Unit price
per 
Með vsk.

Það þekkja flestir Pelikan blekpenna, enda er þetta eitt elsta og þekktasta vörumerki heims, þegar kemur að blekpennum og öðrum skrifstofuvörum. Pelikan byrjaði sem blekframleiðandi árið 1838 og hefur vaxið gríðalega síðan og aukið vöruúrval sitt í gegnum aldirnar.

Í upphafi 20. aldar byrjaði Pelikan að framleiða blekpenna og árið 1951 kynntu þeir til leik sína fyrstu græn-röndóttu blekpenna, sem hefur verið einkennandi fyrir Pelikan penna frá þeim tíma.

Pelikan blekpennarnir hafa sannað gæði sín og endingu undanfarnar kynslóðir og fylgt okkur Íslendingum lengi og verið í sölu í Gömlu Bókabúðinni á Flateyri áratugum saman. Inn á kontór Gömlu bókabúðarinnar má sjá nokkra gamla Pelikan penna sem hafa þjónað sínu hlutverki við bókhaldsskráningu verslunarinnar frá miðri seinustu öld.

Pelikan Souverän M400 er klasískur blekpenni í minni kantinum. - Frábær hversdagspenni sem fylgir þér hvert sem er. Penninn er búinn blekáfyllingarbúnaði, sem Pelikan kynnti fyrst allra til leiks árið 1929. (Differentiated piston mechanism.) Blekpenninn er með 14kt gull oddi með ródíum skreytingu. 

Souverän blekpennarnir frá Pelikan er fyrir þá sem njóta þess að nota klasíska penna sem vekja eftirtekt og hafa frábæra skriftareiginleika.

Penninn er 12,5cm langur lokaður en 14,6cm opinn með lokið á efri endanum. Penninn er 15,3 grömm. Oddur: Miðlungs.