Trudon kertaframleiðslan var stofnuð árið 1643 og er elsti kertaframleiðandi heims. Trudon er eini konunglegi kertaframleiðandi Frakklands og sá meðal annars um að útvega Napoléon Bonaparte kerti í hæsta gæðaflokki. Á heimssýningunni í París, árið 1889 þegar Eiffelturninn var opnaður, hlaut Trudon Gullverðlaun fyrir framúrskarandi framleiðslu.
Trudon kertin hafa fyrir löngu skipað sér sess og verið leiðandi í veraldarsögunni, til að mynda var Trudon fyrsti framleiðandi heims til að framleiða kerti úr býflugnavaxi, en í dag er vaxið unnið úr plöntum og eru kertin því fullkomlega vegan. Hluti af hverju seldu Trudon kerti fer til verndunar býflugna í útrýmingarhættu. Slagorð Trudon er “Deo regique laborant” sem þýðir, "Býflugurnar vinna fyrir Guð og Konung."
Trudon eru heimsklassa lúxus kerti sem vekja athygli hvar sem þau eru, bæði vegna einstakrar lyktar og óviðjafnanlegt útlit, þar sem hvert kerti er að fullu handgert í Frakklandi. Fyrir vikið verður hver krukka einstök í útliti en lögun þeirra er sótt í franskar kampavínsfötur.
POSITANO lyktin: Ítalska ströndin.
Litla þorpið Positano er staðsett fyrir ofan Amalfi-ströndina og skín skært undir ítölsku sólinni. Hvít blóm blómstra og gardenia, appelsínublóm, jasmín, magnolia, tuberose og lilja sameinast í viðkvæmri laglínu. Kertið var samstarf á milli Trudon og ítalska fatahönnuðarins Giambattista Valli.
Lyktarprófíll:
Höfuð: Bergamot, Gardenia og Marokkóskur Neroli
Hjarta: Appelsínublóm, Jasmín og Magnólía
Grunnur: Perúskt balsam, Lilja og Túberósa
Kertið er 270gr í handgerðri glerkrukku, H: 10,5 cm Ø: 9 cm og brennslutími ca. 55-60 klst. Kerið kemur í fallegri Trudon gjafaöskju.
Varðandi umhirðu og brennslu á kertinu er mikilvægt að brenna kertið ekki í meira en 2 klst í senn, þangað til að kertið hefur brunnið niður um einn þriðja, eftir það borgar sig að brenna það ekki í meira en einn klukkutíma í senn. - Það er eins mikilvægt að passa upp á það að bræða allt efsta lag kertisins í hverjum bruna. Með því verður komið í veg fyrir að kertið brenni sig hraðar niður í miðjunni. Sé þetta gert á kerið að brenna í fullkomnu jafnvægi niður á botn. Látið kertið ekki standa í dragsúr eða nálægt eldfimum efnum, til að mynda gardínum sem geta skapað brunahættu.